fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran getur skaðað getnaðarlim karla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 07:30

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir vísindamenn hafa fundið ummerki um kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í getnaðarlimum tveggja karla. Þeir óttast að risvandamál geti verið meðal eftirkasta sjúkdómsins.

Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að kórónuveiran getur valdið tjóni á æðum og vef í líkamanum. Rannsókn Bandaríkjamannanna sýnir að vefur í getnaðarlimi karla getur einnig skaddast af völdum veirunnar.

Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í World Journal of Men‘s Health. Í henni kemur fram að karlar geti glímt við risvandamál ef vefurinn í getnaðarlimi þeirra sýkist af veirunni.

„Í rannsókn okkar sáum við að menn, sem höfðu ekki áður glímt við risvandamál, hafa fengið mjög alvarleg risvandamál eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni,“ hefur Sky News eftir Ranjith Ramasamy, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin var framkvæmd á þvagfæradeild háskólans í Miami. Fjórir karlar, sem allir glímdu við risvandamál, tóku þátt í henni. Tveir þeirra höfðu smitast af kórónuveirunni en hinir ekki. Þeir voru allir á aldrinum 65 til 71 árs. Þeir tveir, sem höfðu smitast af kórónuveirunni, höfðu aldrei áður glímt við risvandamál. Í vef í getnaðarlimum þeirra fundu vísindamenn leifar af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal