fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni lofar góðu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni gegn kórónuveirunni frá franska lyfjafyrirtækinuj Sanofi og breska lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline (GSK) þykir lofa góðu en tilraunir standa nú yfir með það. Eru það annars stigs tilraunir en þriðja stigs tilraunir hefjast á næstu vikum.

Í tilkynningu frá Sanofi segir að annars stigs tilraunirnar sýni að 95 til 100% þátttakenda hafi þróað mótefni gegn kórónuveirunni eftir að hafa fengið tvo skammta af bóluefninu. Þetta á við um alla aldurshópa frá 18 til 95 ára.

Segir fyrirtækið að annars stigs tilraunirnar sýni að bóluefnið muni líklega geta leikið hlutverk í baráttunni við kórónuveiruna.

„Við vitum að það er þörf fyrir mörg bóluefni. Það koma stöðugt ný afbrigði og það er þörf fyrir áhrifarík bóluefni sem geta verndað fólk og hægt er að geyma í venjulegum frystum,“ er haft eftir Thomas Triomphe, hjá Sanofi.

Þriðja stigs tilraunir hefjast á næstu vikum og reiknað er með að bóluefnið fái markaðsleyfi á síðasta ársfjórðungi ársins.

Bóluefnið er byggt á prótíni en Sanofi vinnur einnig að þróun bóluefnis, byggðu á mRAN, í samstarfi við  Translate Bio. Það er sama tækni og bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna byggjast á.

Sanofi tilkynnti nýlega að fyrirtækið muni framleiða 200 milljónir skammta af bóluefni Moderna fyrir Bandaríkjamarkað frá og með september. Áður hafði fyrirtækið tilkynnt að það muni aðstoða við framleiðslu 125 milljón skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech fyrir ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós