fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

17 ára stúlka lifði þriggja vikna hrakningar á hafi úti af

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 14:17

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjár vikur rak Aicha, 17 ára stúlku frá Fílabeinsströndinni, um í báti án þess að hafa vatn eða mat. Auk hennar lifðu tveir aðrir hrakningarnar af en 56 létust. Fólkið hafi reynt að komast frá Afríku til Kanaríeyja.

Það var áhöfn þyrlu frá spænska flughernum sem fann bátinn í síðustu viku. Fjöldi líka var um borð í bátnum en fólkið hafði dáið úr þorsta.

„Ég grét þegar ég sá þyrluna nálgast,“ sagði Aicha við fréttamann BBC á laugardaginn en þá hitti hún þyrluáhöfnina sem bjargaði henni. „Í fyrstu báðumst við fyrir þegar okkur rak um og skorti vatn. Fólk lá grátandi og bað um vatn áður en það dó. Sumir drukku sjó úr skó,“ sagði hún.

„Enginn megnaði að kasta hinum látnu í sjóinn,“ sagði hún einnig.

Cristina Justo, lautinant í spænska sjóhernum, sagði að þremenningarnir hafi þjáðst af mikilli ofþornun.

Aicha fór frá heimabæ sínum á Fílabeinsströndinni í nóvember og hélt til Máritaníu. Þar fékk hún pláss í bátnum fyrir ferðina örlagaríku. Aðeins eldri systir hennar vissi af þessu hættulega ferðalagi hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma