fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. maí 2021 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og grínistinn T.J. Miller er væntanlegur til landsins þann 7. maí á næsta ári þar sem hann verður með uppistand í Háskólabíói á vegum Senu. Frá þessu var greint fyrr í dag.

https://www.youtube.com/watch?v=P_DtnxpyLd8

Tímasetning tilkynningarinnar þykir nokkuð óheppileg í ljósi nýrrar bylgju #metoo en T.J. Miller var einmitt sakaður um kynferðisofbeldi í fyrstu metoo bylgjunni. Ónafngreind kona sem var með honum í háskóla greindi frá því að leikarinn hefði beitt hana ofbeldi eftir að þau hafi hafið samfarir með samþykki. Hafi hann gengið fram af mikilli hörku, þrengt að hálsi hennar og barið án þess að samþykki væri fyrir slíkri hörku, en eins og allir vita þá þarf samþykki að liggja fyrir frá því að samfarir hefjast og þar til þeim líkur og ef það er ekki fyrir hendi þá er um nauðgun að ræða.  Þetta hafi Miller ekki gert bara einu sinni heldur tvisvar.

Leikarinn vísaði ásökununum á bug og sagði þær runnar frá fyrrum kollega sem væri að hefna sín á honum.

Þetta eru þó ekki einu ásakanirnar sem hafa verið lagðar fram gegn leikaranum. Hann var handtekinn árið 2016 fyrir meint ofbeldi gegn Uber bílstjóra eftir rifrildi um Donald Trump og árið 2017 var greint frá því að hann hafi sent tölvupóst til kvikmyndagagnrýnandans Danielle Solzman sem var innihélt fordóma gegn trans fólki. Vísaði hann til hennar sem karlmanns, en Danielle er trans kona og kallaði hana röngum formerkjum og röngu nafni. Miller hefur jafnframt verið sakaður um að vera gífurlega erfiður við vinnufélaga, en það var einmitt kona sem steig fram með þær ásakanir.

Gagnrýnin virðist ekki hafa farið framhjá Senu sem hefur fjarlægt Facebook færslu um viðburðinn þó svo að mynd af grínistanum hangi enn inni í myndaalbúmi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld