fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 22:30

Long March 5B þegar henni var skotið á loft 29. apríl. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags kom stjórnlaus kínversk eldflaug, Long March 5B, inn í gufuhvolf jarðar og brann upp að mestum hluta. En það sem ekki brann upp hrapaði í Indlandshaf. Kínverjar höfðu enga stjórn á eldflauginni og ekki var hægt að hafa nein áhrif á hvar hún hrapaði til jarðar. Þetta gagnrýnir Bandaríska geimferðastofnunin NASA.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Bill Nelson, yfirmaður hjá NASA, hafi í yfirlýsingu sagt að þær þjóðir, sem stunda geimferðir, eigi að lágmarka þá hættu sem fólki og öðru á jörðinni er búin þegar hlutir koma aftur til jarðarinnar. „Það þarf að vera hámarks gagnsæi í verkefnum sem þessu. Kínverjar bregðast og uppfylla ekki kröfur hvað varðar geimrusl,“ sagði Nelson.

Eldflaugin vóg 18 til 20 tonn en eins og áður segir brann megnið af henni upp í gufuhvolfinu en restin hrapaði í Indlandshaf.

Eldflaugin var send út í geim þann 29. apríl en hún flutti einingu í nýja geimstöð Kínverja á braut um jörðina. Þegar eldsneytið var á þrotum varð hún stjórnlaus og fór hring eftir hring um jörðina og nálgaðist hana sífellt vegna aðdráttarafls jarðarinnar.

Dpa segir að sérfræðingar telji að hönnun eldflaugarinnar skýri af hverju hún varð stjórnlaus. Hún sé hugsanlega hönnuð þannig að ekki sé hægt að stjórna hvar hún kemur til jarðar né hvenær.

Geimferðastofnanir reyna yfirleitt að forðast að missa stjórn á eldflaugum sínum. Áður en þeim er skotið á loft er gerð áætlun um hvenær og hvar eldflaugarnar eiga að koma aftur inn í gufuhvolfið. Yfirleitt eru þær látnar hrapa á afskekktum svæðum í Kyrrahafi. CNN segir að sumar eldflaugar séu einnig látnar fara á „kirkjugarðsbraut“ um jörðina en það er braut þar sem hægt er að geyma eldflaugar áratugum eða öldum saman ef út í það er farið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Í gær

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“