fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Pressan

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 06:57

Tjaldið sem konan hafðist við í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. nóvember hvarf 47 ára kona í Diamond Fork í Utah í Bandaríkjunum. Þjóðgarðsvörður fann bíl hennar í þjóðgarðinum og byrjaði að leita að konunni til að segja henni að þjóðgarðurinn væri lokaður. En hann fann hana ekki og því hófst umfangsmikil leit að henni úr lofti og á landi en hún skilaði engum árangri.

Á næstu mánuðum var leitað að henni öðru hvoru en það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem hún fannst. Þá fór hópur til leitar á svæðinu. Í fjalllendi í þjóðgarðinum fundu leitarmennirnir tjald og í því var konan, heil á húfi en veikburða og horuð. The Sun skýrir frá þessu.

Hún var með lítilræði af mat hjá sér en hafði að eigin sögn lifað á grasi og mosa síðustu mánuði. Vatn hafði hún drukkið úr nærliggjandi á. Að auki höfðu göngumenn gefið henni eitt og annað.

Lögreglan segir að konan hafi verið flutt á sjúkrahús og að hún hafi sjálf ákveðið að dvelja í þjóðgarðinum og hafi því ekki verið týnd. Hún hafi í raun ekki gert neitt ólöglegt og ekki sé útilokað að hún ákveði að dvelja í þjóðgarðinum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins