fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Loksins kom Pep Manchester City í úrslitaleikinn

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mancester City hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið tók í kvöld á móti PSG og endaði leikurinn með öruggum 2-0 sigri heimamanna. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir Manchester City og vinnur City því 4-1 samanlagt.

Heimamenn spiluðu virkilega vel í kvöld, þeir voru öruggir varnarlega og hættulegir sóknarlega. Á 8. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir PSG en eftir að hafa skoðað atvikið með hjálp VAR var það tekið til baka. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Mahrez City yfir. Þar fylgdi hann á eftir skoti Kevin DeBruyne.

Mahrez tvöfaldaði forystu City eftir 64 mínútur eftir laglegan undirbúning Kevin DeBruyne og Phil Foden. Angel Di Maria fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og klúðraði þar með endanlega möguleikum sinna manna. Hann ýtti Fernandinho í pirringi og sparkaði í hann og reif dómarinn strax upp spjaldið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og öruggur sigur City staðreynd.

Á morgun kemur í ljós hvort að Chelsea eða Real Madrid tryggi sér hitt lausa sætið í úrslitaleiknum.

Manchester City 2 – 0 PSG
1-0 Mahrez (´11)
2-0 Mahrez (´63)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Í gær

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni