fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Bretar tóku opnun pöbba fagnandi – Áfengissala jókst um 114%

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 06:55

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa um 40% bara, veitingastaða og pöbba í Englandi opnað útisvæði sín fyrir viðskiptavinum en þeir mega ekki hafa gesti inni. Stóri dagurinn var á mánudaginn en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum og útisvæðin máttu opna.

Óhætt er að segja að viðskiptavinir hafi tekið þessu fagnandi því salan á áfengi  var 114% meiri en á sama degi 2019.  Þetta kemur fram í tölum frá gagnafyrirtækinu CGA.

Samanburðurinn er gerður við sama dag 2019 því sami dagur í fyrra er ekki marktækur því þá hafði verið gripið til sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Þetta er auðvitað mikil söluaukning og þá sérstaklega í ljósi þess að aðeins 40% af 41.100 börum, veitingastöðum og pöbbum á Englandi opnuðu á mánudaginn. Miðað við áætlanir stjórnvalda geta aðrir staðir, sem ekki eru með útisvæði, opnað 17. maí.

Það virtist ekki hafa mikil áhrif á fólk að kalt var í veðri aðfaranótt mánudags en opna mátti staðina á miðnætti. Margir lögðu á sig að standa í röð til að bíða eftir sæti.

Sala á mat dróst saman um 12% miðað við sama mánudag 2019 en samanlagt var sala á áfengi og mat 60% meiri á mánudaginn en sama mánudag 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf