fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

31 árs og hefur ekki áhuga á konum nema þær séu eldri en 60 ára – „Ég elska lyktina“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 20:00

Skjáskot/YouTube rás TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Pittsburgh, Bandaríkjunum, segist vera háður því að far á stefnumót með eldri konum. Hann segist ekki hafa farið á stefnumót með konu yngri en sextíu ára síðust fimm árin. The Sun greinir frá. 

Kyle fór á sitt fyrsta stefnumót með sér eldri konu þegar hann var aðeins 18 ára gamall. Umrædd kona var fimmtug. Hann kveðst aldrei hafa litið til baka.

Hann steig fram hjá TLC’s My Strange Addiction.

„Ég elska allt við eldri konur, ég elska lyktina og ég elska áferðina á þeim. Ég elska þroskan þeirra. Konurnr geta verið óöruggar ef þær eru með gervitennur, en dömur ég lofa ykkur því að karlmenn missa ekki áhugann þó þið séuð með gervitennur, það mun frekar framkalla hjá honum bros og gleðja hann fyrir sunnan.“

Kyle segir að elsta kærasta sem hann hafi átt hafi verið 91 árs og segir að grátt hár kveiki með honum eldheitan losta.  Hann uppgötvaði fyrst að hann laðaðist að eldri konum strax á grunnskólaaldri.

„Þegar ég gerði mér fyrst grein fyrir því að ég laðast að eldri konum var ég í sjötta bekk. Þá var ég með virkilega kynþokkafullan kennara og hún var líklega svona 65 ára gömul. Hún var með alveg silfrað hár, barmmikil og bara gullfalleg.“

Hvað kynlífið varðar segir Kyle að eldri konur séu jafn fjörugar og þær yngri.

„Kynlíf með eldri konum, sannleikurinn er sá að þær fíla það. 68 ára gömul kona hefur jafn gaman af ástríðufullu kynlífi og 23 ára klappstýra.“

Kyle segir að vinir hans hafi ítrekað reynt að sannfæra hann um að yngja upp, að hitta frekar jafnaldra sína. En Kyle vill ekki heyra af því.

„Konur á mínum aldri, það er ekki það að þær séu ekki aðlaðandi því þær eru það vissulega. En að mínu mati eru þær ekki nægilega þroskaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta