fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Þurfa karlar virkilega að vera lengur á klósettinu en konur?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 05:27

Tekur þú farsímann með á klósettið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur verið töluvert fjallað um langa dvöl margra karla á klósettinu á ýmsum samfélagsmiðlum og netmiðlum. Þeir eru þá sagðir eyða mun lengri tíma á klósettinu en konur. En er eitthvað hæft í þessu?

Reynt var að svara þessu á vef The Coversation fyrir nokkru síðan og kom þá meðal annars fram að karlar eru yfirleitt lengur en konur á klósettinu. Vísað var í niðurstöður netkönnunar á vegum söluaðila hreinlætistækja en samkvæmt þeim eyða karlar 14 mínútum á klósettinu á dag en konur tæplega 8 mínútum. Það er rétt að hafa í huga að könnun sem þessi er ekki unnin á vísindalegum grunni og því kannski ekki traust heimild.

Einnig var því velt upp hvort það væru einhverjar líkamlegar ástæður sem geta skýrt að karlar séu lengur á klósettinu? Ef horft er til líffræðinnar þá ættu konur kannski að vera lengur á klósettinu því vitað er að matur er lengur að komast í gegnum þarmakerfi kvenna en karla. Konur eiga einnig frekar á hættu að glíma við hægðatregðu í tengslum við iðrabólgu. Það mætti því kannski ganga út frá að það taki konur lengri tíma að losa sig við hægðir en þannig er það ekki, jafnvel þótt tekið sé tillit til mismunandi neyslu kynjanna á trefjum. Það er slím í ristlinum sem stýrir því hvernig hægðirnar ganga en það gerir þær sleipari þannig að auðveldara er að losna við þær úr líkamanum. Ekki hefur verið sýnt fram á að slímmyndunin sé mismunandi hjá kynjunum.

Vitað er að það tekur önnur spendýr, allt frá músum til fíla, nokkurn veginn sama tíma að hafa hægðir eða um 12 sekúndur. Þetta tekur þó aðeins lengri tíma fyrir okkur mennina. Rannsókn leiddi í ljós að þetta tekur heilbrigt fullorðið fólk að meðaltali tvær mínútur þegar það sest á klósett en aðeins 51 sekúndu ef það situr á hækjum sér. Ekki kom fram munur á kynjunum.

Þegar horft er til annarra þátta eins og hvað fólk gerir þegar það situr á klósettinu þá kemur ákveðinn munur fram á milli kynjanna. Margir lesa á meðan þeir sinna erindi sínu og þar eru karlar líklegri til að lesa en konur. Ísraels rannsókn leiddi í ljós að um 64% karla lásu reglulega þegar þeir sátu á klósettinu en hjá konum var hlutfallið 41%. Rannsóknin er ekki alveg ný af nálinni og nú má því kannski frekar reikna með að fólk noti símann á meðan það situr á klósettinu frekar en að það grípi bók með sér.

Sumir nota klósettið einnig til að fá smá frið frá áreiti. Könnun leiddi í ljós að 56% töldu afslappandi að sitja á klósettinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana