fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Meistaradeildin: Verðskuldaður sigur Real Madrid – City stal sigrinum í lokin

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 20:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid og Manchester City komu sér í góða stöðu í einvígum sínum gegn Liverpool og Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Real Madrid tók á móti Liverpool á Estadio Alfredo Di Stéfano. Madrídingar byrjuðu leikinn töluvert betur, héldu boltanum vel og voru ógnandi við mark andstæðinganna. Þeir komust verðskuldað yfir 1-0 á 27. mínútu þegar Toni Kroos kom með frábæran bolta fram á Vinicius Jr. sem hann kassaði niður og kláraði snyrtilega framhjá Alisson í markinu.

Real tvöfölduðu forystu sína 10 mínútum síðar þegar Trent ætlaði að skalla boltann á Alisson í markinu en Asensio komst inn í sendinguna og kláraði auðveldlega.

Liverpool litu aðeins betur út í byrjun seinni hálfleiks og Salah minnkaði muninn strax á 51. mínútu með skoti af stuttu færi eftir flotta sókn.

Á 65. mínútu skoraði Vinícius annað mark sitt í leiknum og kom Real 3-1 yfir eftir að hafa sundurspilað vörn Liverpool. Þar við sat og ljóst er að Liverpool þurfa að vinna upp tveggja marka forystu í seinni leiknum á Anfield.

Real Madrid 3 – 1 Liverpool

1-0 Vinícius Jr (´27)

2-0 Asensio (´36)

2-1 Salah (´51)

3-1 Vinícius Jr (´65)

Á sama tíma tók Manchester City á móti Dortmund. Kevin de Bruyne kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir slæm mistök Can sem leyfði City að sækja hratt og de Bruyne kláraði auðveldlega framhjá Hitz í markinu. Á 38. mínútu var umdeilt atvik þegar Bellingham skoraði mark en dómarinn flautaði aukaspyrnu rétt áður en boltinn fór yfir línuna og VAR mátti því ekki skoða atvikið.

Marco Reus jafnaði metin fyrir Dortmund eftir flotta sókn. Jude Bellingham lagði boltann á norska framherjann Haaland sem átti snilldar sendingu inn fyrir með vinstri á Reus sem kláraði örugglega í netið. Fimm mínútum síðar kom Foden Manchester City aftur yfir eftir laglegan undirbúning de Bruyne og Gundogan. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og City því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn en útivallarmark Dortmund gæti reynst mikilvægt.

Manchester City 2 – 1 Dortmund

1-0 Kevin de Bruyne (´19)

1-1 Marco Reus (´84)

2-1 Phil Foden (´89)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag