fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Í Serbíu geta ferðamenn fengið bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 07:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbnesk heilbrigðisyfirvöld glíma við það stóra vandamál að margir Serbar kjósa að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Af þessum sökum býður landið nú útlendingum, sem eru reiðubúnir til að ferðast til landsins, bólusetningu. Þetta hefur orðið til þess að mörg þúsund manns  hafa komið til landsins til að láta bólusetja sig, flestir frá nágrannaríkjunum.

Serbar hafa tryggt sér tæplega 15 milljónir skammta af bóluefni en 7 milljónir búa í landinu. En aðeins fjórðungur þeirra Serba, sem eiga rétt á bólusetninga, hefur viljað láta bólusetja sig fram að þessu.

Mörg bóluefni eru í notkun í landinu, þar á meðal frá Pfizer og AstraZeneca en einnig rússneska Sputnik V og kínverska Sinopharm.

Síðustu tvær vikurnar í mars létu um 12.000 Serbar bólusetja sig og voru þá helmingi færri en síðustu tvær vikurnar í febrúar að sögn yfirvalda. Predrag Kon, einn helsti farsóttarfræðingur landsins, segir að ástæðan fyrir þessu sé að mikið sé um að röngum upplýsingum um bóluefni og bólusetningar sé dreift á netinu. Á bak við þetta standi hópar sem eru á móti bóluefnum. Kon segir að tvö prósent andstæðinga bólusetninga geti auðveldlega haft áhrif á allt að helming þeirra sem hafa ekki enn tekið afstöðu til bólusetninga.

Þetta hefur orðið til þess að bólusetningaáætlun landsins hefur verið breytt og nú geta landsmenn bara mætt í bólusetningu þegar þeir vilja, nóg er til af bóluefnum.

Aleksander Vucic, forseti, hefur hvatt þjóð sína til að láta bólusetja sig. „Ég bið ykkur. Látið bólusetja ykkur. Við eigum bóluefni og fáum meira. Ég bið ykkur, í guðs nafni, að láta bólusetja ykkur,“ sagði hann í síðustu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri