fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Allt að 60% fleiri COVID-19 dauðsföll í Mexíkó en opinberar tölur segja til um

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 06:49

Fólk bíður í röð eftir að fá súrefni fyllt á kúta í Mexíkó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að rúmlega 200.000 manns hafi látist af völdum COVID-19 en í raun gæti talan verið allt að 321.000. þetta kemur fram í nýrri skýrslu.

Mexíkó hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum, sjúkrahús eru undir miklu álagi, skortur er á súrefni og ástandið er víða hræðilegt. Ofan á þetta bætist hugsanlega hafa miklu fleiri látist af völdum COVID-19 en yfirvöld hafa skýrt frá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytis landsins. Í henni kemur fram að tæplega 120.000 dauðsföll hafi ekki verið tekin með í opinberum tölum fram að þessu.

Samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans hafa um 202.000 manns látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu er fjöldinn 321.000. Þetta sendir Mexíkó í annað sæti hins dapurlega lista yfir þau ríki þar sem flestir hafa látist af völdum COVID-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist eða um 550.000. Rétt er að hafa í huga að í Mexíkó búa 126 milljónir en í Bandaríkjunum um 330 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol