fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Trump verður klár í slaginn eftir nokkra mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 05:16

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgjafar Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, vænta þess að milljónir manna muni skrá sig á nýjan samfélagsmiðil sem forsetinn fyrrverandi er að láta útbúa fyrir sig. Hann grípur til þess ráðs þar sem stórir samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter hafa lokað aðgangi hans.

Trump hefur sjálfur staðfest að hann vinni að stofnun nýs samfélagsmiðils og nú hafa nokkrir af helstu ráðgjöfum hans staðfest þetta. Corey Lewandowski, fyrrum kosningastjóri hans og aðalráðgjafi, segir að miðillinn fari í loftið eftir þrjá til fjóra mánuði. Bloomberg skýrir frá þessu.

„Þarna getur fólk látið heyra í sér og átt í samskiptum án þess að óttast skoðanakúgun eða að verða rekið af miðlunum,“ sagði Lewandowski í spjalli á hægrisinnaða miðlinum Newsmax um helgina.

Trump viðraði sjálfur þessa hugmynd í fyrsta sinn fyrir um viku síðan í hlaðvarpsþætti.

Lewandowski sagði að reiknað sé með að samfélagsmiðill Trump geti laðað „milljónir manna“ til sín. „Við fáum vettvang þar sem America-First boðskap forsetans verður deilt,“ sagði hann.

Twitter og Facebook lokuðu á Trump eftir að stuðningsfólk hans réðst á þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn. Ástæðan var að miðlarnir töldu að Trump hefði hvatt til ofbeldisverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Í gær

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs

Sextán ára stúlka og tveir yngri piltar handtekin vegna morðs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum