fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Grunaður morðingi segist hafa myrt 16 manns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 17:00

Sean Lannon. Mynd:Salem county jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Lannon, 47 ára, er nú í haldi lögreglunnar í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum grunaður um að hafa orðið Michael Dabkowski að bana með hamri. Lannon segir að Dabkowski, sem var 66 ára, hafi misnotað hann kynferðislega þegar hann var barn og að hann hafi farið heim til hans til að endurheimta kynferðislegar ljósmyndir.

Saksóknarar segja að í símtali Lannon til ættingja síns hafi hann játað að hafa myrt 16 manns og lýsti yfir iðrun vegna morðanna. Sky News skýrir frá þessu.

Lannon var handtekinn í St Louis þann 10. mars síðastliðinn. Saksóknari sagði fyrir dómi að Lannon hafi játað að lokkað nokkur fórnarlömb heim til sín í Nýju Mexíkó þar sem hann hafi myrt þau og sundurhlutað sum líkin.

Lík eiginkonu hans og þriggja annarra fundust í bíl sem var lagt við Albuquerque alþjóðaflugvöllinn 5. mars. Ekki liggur fyrir hvernig fólkið var myrt.

8. mars fannst lík Dabkowski.

Lögreglan leitar nú að fleiri líkum og vinnur út frá skrám um horfið fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við