fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Mannshvarf Íslendings í Paragvæ: Faðir Guðmundar heyrði í honum á Skype

Faðir Guðmundar Spartakusar segist hafa talað við hann fyrir áramót – Friðriks enn saknað

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyrði síðast í honum á Skype fyrir áramót,“ segir Ómar Brúnó Ólafsson, faðir Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, í samtali við DV. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að lögregluyfirvöld á Íslandi hefðu óttast að Guðmundur væri látinn. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, segir að þær upplýsingar séu ekki komnar frá lögreglunni hér á landi.

Mynd var birt af vegabréfi Guðmundar Spartakus í frétt ABC Color. Faðir Guðmundar segist hafa talað við hann fyrir áramót og það sé fjarri sannleikanum að hans hafi verið saknað.
Vegabréf Guðmundar Mynd var birt af vegabréfi Guðmundar Spartakus í frétt ABC Color. Faðir Guðmundar segist hafa talað við hann fyrir áramót og það sé fjarri sannleikanum að hans hafi verið saknað.

Stöðvaður 2013

Málið tengist rannsókn á hvarfi Íslendingsins Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ árið 2013. Paragvæski fjölmiðillinn ABC Color greindi frá því á dögunum að Guðmundur, sem talinn er hafa ferðast með Friðriki í Paragvæ, hafi verið stöðvaður af lögreglunni í landinu í lok árs 2013, nokkrum mánuðum eftir hvarf Friðriks og nokkru eftir að lýst var eftir honum af Interpol.
Kom fram í fréttinni, sem DV og RÚV vitnuðu til að Guðmundar hefði verið leitað frá því að Friðrik hvarf á leið sinni frá Brasilíu til Paragvæ. Kom fram að Guðmundar væri leitað vegna vitneskju um hvarf Friðriks.

Heyrðust fyrir skemmstu

Ómar, faðir Guðmundar, sagðist í samtali við DV.is ekki hafa heyrt eða lesið fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af málinu í gærkvöldi. Hann kannaðist þó ekki við að sonar hans væri saknað, sagðist hann þvert á móti hafa heyrt í honum á Skype fyrir áramót. Þá vissi hann ekki til þess að sonur hans þekki eða hefði þekkt Friðrik. Hann hefði dvalið í Suður-Ameríku undanfarin fimm ár eða svo og ferðast á milli landa. Hann viðurkenndi þó að erfitt væri að ná sambandi við son sinn þar sem hann væri ekki með farsíma.

Friðriks enn saknað

Mál Friðriks vakti talsverða athygli hér á landi árið 2013, en talið var að honum hefði verið ráðinn bani þó lögregla hafi ekki viljað eða getað staðfest það. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór ásamt öðrum manni til Paragvæ í lok árs 2013 til að aðstoða við leit að Friðriki. Þá var talið víst að hann hefði flækst í fíkniefnaviðskipti sem enduðu mögulega með hvarfi hans. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan þá.

Við höfum samt enga ástæðu til að ætla að hann sé ekki heill á húfi, alls ekki

Óljós tenging

En hvernig Guðmundur tengist málinu liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti. ABC Color greindi frá því að Guðmundur hefði verið stöðvaður átta mánuðum eftir að síðast sást til Friðriks. Var mynd birt af vegabréfi hans því til staðfestingar. Interpol í Paragvæ er sagt hafa veitt lögregluyfirvöldum á Íslandi þær upplýsingar að Guðmundur hefði aldrei komið til landsins, en það sé ekki rétt. Í frétt ABC Color segir að frá þessum degi, 1. nóvember 2013, hafi ekkert spurst til mannsins. Sömu sögu sé að segja af Friðriki sem síðast heyrðist til þann 31. mars 2013 þegar hann hringdi í ættingja sína og sagðist vera á leið frá Brasilíu til Paragvæ.

Ekkert nýtt í málinu

„Þetta er ekkert frá okkur komið og engin kveikja að þessari grein. Ég held að þessi blaðamaður sé að rifja málið upp, ég sé ekki betur,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, í samtali við DV um frétt ABC Color.
Aldís segir að málið hafi verið skoðað í gær og eftir því sem lögregla komist næst hafi ekkert nýtt komið fram í málinu um hvarf Friðriks. Aldís segir það rétt að Guðmundur hafi verið á meðal þeirra manna sem lögregla vildi ná tali af og það sé örugglega rétt sem kemur fram í grein ABC Color að ekki hafi tekist að hafa upp á honum síðan árið 2013. „Við höfum samt enga ástæðu til að ætla að hann sé ekki heill á húfi, alls ekki,“ segir Aldís og bætir við að það sé ekki frá lögreglu hér á landi komið að jafnvel væri óttast um líf hans. Þá bætir hún við að lögreglan hér á landi hafi engin forræði yfir málinu. „Það er ekkert sakamál í gangi á Íslandi tengt þessu, við höfum engar bjargir. Hvað lögreglan í Paragvæ er að gera veit ég ekkert um,“ segir Aldís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna