fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Joe Biden vekur undrun fréttamanna – Nú er komin dagsetning

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 06:59

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 25. mars mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, halda fréttamannafund. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi hans, skýrði frá þessu á miðvikudaginn. Þá verða rúmlega 60 dagar liðnir frá því að Biden tók við embætti.

Á síðustu hundrað árum hefur enginn forseti beðið svona lengi með að halda fréttamannafund eftir embættistöku sína. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur vakið undrun fréttamanna og pólitískra andstæðinga Biden.

Donald Trump hélt fréttamannafund 27 dögum eftir að hann tók við embætti. Barack Obama eftir 20 daga í embætti og George WBush eftir 33 daga. CNN skýrir frá þessu.

The Washington Post segir að 14. mars á fyrsta ári sínu í embætti hafi Donald Trump verið búinn að halda fimm fréttamannafundi og Barack Obama tvo.

Biden hefur svarað spurningum fréttamanna við ákveðin tækifæri þegar hann hefur ferðast eða komið fram af ákveðnu tilefni en ekki var um eiginlega fréttamannafundi að ræða.

Gagnrýnendur hans telja að starfsfólk Biden, sem sér um samskiptamál, hafi áhyggjur af hvernig hann muni takast á við fréttamannafundi þar sem hann veit ekki um hvað verður spurt og því forðist hann slíka fundi.

Psaki sagði að Biden hafi ekki sett fréttamannafundi í forgang því hann hafi unnið að því að fá þingið til að samþykkja björgunarpakka upp á 1.900 milljarða dollara. Hann hafi beint tíma sínum, orku og einbeitingu að því verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“