fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Breskir innbrotsþjófar eiga að ganga með staðsetningarbúnað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 22:00

Ökklaband eins og þetta verða hugsanlega notuð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrotsþjófar, þjófar og ræningar, sem verða látnir lausir úr breskum fangelsum, munu í framtíðinni þurfa að bera staðsetningarbúnað á sér öllum stundum til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra. Þetta er liður í áætlun sem miðar að því að draga úr afbrotum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmlega helmingur þeirra sem eru sakfelldir fyrir innbrot og þjófnað brjóti aftur af sér innan árs og að í rúmlega 80% innbrota og þjófnaða takist ekki að hafa uppi á afbrotamönnunum.

Ríkisstjórnin segir að staðsetningarbúnaðurinn verði mikilvægt tæki fyrir lögregluna til að hafa uppi á síbrotamönnum.

„Þetta fólk, sem fær reynslulausn í allt að 12 mánuði, verður undir sólarhringseftirliti. Við munum vita nákvæmlega hvar það er öllum stundum,“ sagði Kit Malthouse, dómsmálaráðherra og bætti við að með þessu verði hægt að draga úr löngun viðkomandi til að brjóta aftur af sér og ef þeir brjóti aftur af sér geti lögreglan haft upp á þeim á skömmum tíma.

Samkvæmt nýju reglunum þá verða innbrotsþjófar, þjófar og ræningjar sem hafa afplánað dóm upp á eitt ár eða meira að bera staðsetningarbúnað þegar þeir verða látnir lausir. Þennan búnað þurfa þeir að bera öllum stundum í allt að 12 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns