fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Handtekinn vegna gruns um brot á nálgunarbanni og skemmdarverk á bíl Svölu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 06:50

Bíll Svölu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var maður handtekinn vegna gruns um að hann hafi brotið nálgunarbann og unnið skemmdarverk á bíl í eigu Svölu Lindar Ægisdóttur en sonur hennar hefu sætt hótunum frá manninum mánuðum saman. Maðurinn verður yfirheyrður í dag.

Vísir.is skýrir frá þessu. DV skýrði frá máli Svölu í gær og hafði eftir henni að þegar hún kom út í gærmorgun hafi skelfileg sjón blasað við henni. Mikil skemmdarverk höfðu verið unnin á bíl hennar og sagði hún engan vafa leika á því í huga sér hver hafi verið að verki. Hún og fjölskyldan hafi þurft að þola linnulausar ofsóknir af hálfu ákveðins manns. Þau hafi fengið nálgunarbann á hann en því miður hafi það reynst gagnslítið.

Svala sagði að málið hafi hafist þann 23. nóvember á síðasta ári þegar umræddur maður nam son hennar á brott, svipti hann frelsi og beitti grófu ofbeldi. Var hann rifbeinsbrotinn og hótað lífláti.

„Ofbeldi og hótanir mannsins beindust fyrst gegn syni Svölu en smám saman hefur ógnunin tekið að beinast að fjölskyldunni og heimilinu. Hafa þau mátt þola linnulausar hótanir af hálfu mannsins og eru til hljóðritanir af símtölum sem innihalda líflátshótanir. Maðurinn hefur margbrotið nálgunarbannið en með litlum afleiðingum. Krafa Svölu er að maðurinn verði settur í síbrotagæslu vegna brota sinna á nálgunarbanninu en skilyrðin eða vinnureglunar sem miðað er við varðandi það virðast mjög stífar. Um síbrotagæslu er kveðið á í lögum um meðferð sakamála, en þar segir að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef „ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi…““ segir meðal annars í umfjöllun DV frá í gær.

Svala sagði einnig að maðurinn komist upp með að brjóta nálgunarbannið án þess að það hafi afleiðingar fyrir hann.  Hún sagði að lögreglan gerði sitt besta fyrir fjölskylduna en löggjafarvaldið hafi veitt svo þröngar heimildir að ekki sé hægt að gera betur.

Svona leit bíll Svölu út í morgun – Maður sem margbrýtur nálgunarbann gengur laus og ógnar fjölskyldunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út