fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Þriðja bylgja heimsfaraldursins er skollin á í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar sé skollin á í Evrópu. Smitum hefur farið fjölgandi á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi og er talið að stökkbreytt afbrigði veirunnar valdi þessari aukningu.

Smittíðnin í álfunni er nú sú hæsta síðan í byrjun febrúar og er nýjum og stökkbreyttum afbrigðum veirunnar kennt um. Í nokkrum löndum hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa og önnur eru í startholunum. Mega íbúar þeirra því búast við hertum sóttvarnaaðgerðum á næstunni. The Guardian skýrir frá þessu.

Á Ítalíu greindust rúmlega 27.000 smit á föstudaginn og 380 létust af völdum COVID-19. Mario Draghi, forsætisráðherra, sagði þá að landið stæði nú frammi fyrir nýrri bylgju faraldursins. Sóttvarnaaðgerðir voru því hertar á Ítalíu í gær og nú má fólk aðeins yfirgefa heimili sín til að sinna nauðsynlegum erindagjörðum. Flestar verslanir verða lokaðar auk veitingastaða og bara.

Staðan er svipuð í Frakklandi, þar hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu. Olivier Véran, heilbrigðisráðherra, sagði að staðan í París núna væri sú að 12. hverja mínútu sé einhver lagður inn á gjörgæsludeild í borginni. Nokkuð harðar sóttvarnaaðgerðir eru nú þegar í gildi en margir læknar þrýsta nú á ríkisstjórnina að herða þær enn frekar.

Í Þýskalandi fjölgaði smitum í síðustu viku frá því sem verið hafði vikurnar á undan. Smitsjúkdómastofnun landsins sagði að þriðja bylgjan væri nú skollin á. Sömu sögu er að segja frá Póllandi og er líklegt að hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynntar í vikunni en nú þegar eru skólar lokaðir, strangar samkomutakmarkanir eru í gildi og veitingastaðir mega aðeins selja mat út úr húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma