fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

359 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa verið gefnir á heimsvísu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 07:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var staðan á heimsvísu varðandi bólusetningar sú að 359 milljónir skammta höfðu verið gefnir í 122 löndum.

Bloomberg News skýrir frá þessu. Fram kemur að í Bandaríkjunum höfðu 107 milljónir skammta verið gefnir en það svarar til 32,2 skammta á hverja 100 landsmenn. Þetta þýðir að fleiri Bandaríkjamenn hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu en hafa smitast af veirunni.

Í síðustu viku voru að meðaltali gefnir 2,4 milljónir skammta af bóluefnum í Bandaríkjunum. Ef bólusetningar halda áfram með þessum hraða mun taka um fimm mánuði að bólusetja 75% af landsmönnum með þeim bóluefnum sem þarf að gefa tvo skammta af.

Í ESB ganga bólusetningar ekki jafn hratt og í Bandaríkjunum en samkvæmt tölum Bloomberg News er búið að gefa 49,2 milljónir skammta í aðildarríkjum sambandsins. 7,5% íbúa þess hafa fengið að minnsta kosti einn skammt. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 21%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Í gær

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf