fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Ný skýrsla – Kínverjar sagðir vilja gera út af við Úígúra sem þjóð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 22:00

Malasíubúar mótmæla slæmri meðferð Kínverja á Úígúrum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu sem rúmlega 30 sérfræðingar skrifuðu fyrir hugveituna Newlines Institute for Strategy and Policy kemur fram að kínversk yfirvöld reyni að koma í veg fyrir að Úígúrar, sem er múslímskur minnihlutahópur í Kína, eignist börn. Einnig kemur fram að Úígúrar séu settir í fangabúðir. Þessi meðferð á þeim brýtur gegn fjölda ákvæða samninga Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð.

Á síðustu árum hafa Sameinuðu þjóðirnar og fleiri samtök lýst því hvernig milljónum Úígúra og öðrum minnihlutahópum múslima er haldið föngnum í fangabúðum. Kínverjar segja að ekki sé um fangabúðir að ræða heldur sé verið að vinna gegn öfgahyggju með því að fræða fólk sem dvelur í búðunum. En í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að fangabúðirnar ýti undir þjóðarmorð.

„Úígúrar þjást mikið, bæði andlega og líkamlega, vegna kerfisbundinna pyntinga og illrar meðferðar. Þar má nefna nauðganir, kynferðisofbeldi, misnotkun og opinbera niðurlægingu sem verðir í fangabúðunum standa fyrir,“ segir í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur einnig fram að konur séu þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og ungum körlum sé haldið föngnum. Með þessu koma Kínverjar í veg fyrir að Úrígúar geti eignast börn og viðhaldið sér.

Skýrsluhöfundar segja einnig að Kínverjar reyni að „útrýma“ sjálfsvitund og menningu Úígúra.

Úígúrar búa í Xinjianghéraðinu í vesturhluta Kína en þeir eiga rætur að rekja til Tyrklands. Þeir eru um 11 milljónir og búa flestir í Xinjiang. 1949 voru þeir í meirihluta í héraðinu en eru nú í miklum minnihluta eftir mikla flutninga han-Kínverja til héraðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar