fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Fyrirtæki platað upp úr skónum – Töldu sig vera að kaupa kopar fyrir 4,6 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 23:00

Kopar á lager. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mercuria Energy Group var grátt leikið síðasta sumar. Þá töldu forsvarsmenn þess að þeir væru að kaupa kopar að andvirði 4,6 milljarða íslenskra króna af tyrknesku fyrirtæki. Þetta voru 10.000 tonn. Um óhreinan kopar var að ræða en hann er með svörtu yfirborði.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þegar fyrstu gámarnir með farminum komu til Kína hafi tvær grímur runnið á fólk því enginn kopar var í þeim, bara steinar sem búið var að mála. Allt hafði þetta sloppið í gegn þrátt fyrir að miklar öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar og farmurinn skoðaður nokkrum sinnum.

Gengið var frá kaupsamningi á 10.000 tonnum af kopar síðasta sumar og átti að afhenda hann í Kína. Um 6.000 tonn voru send af stað í rúmlega 300 gámum. Átta skip fluttu þá. En áður en ferðalagið hófst í höfn nærri Istanbúl í Tyrklandi var koparnum skipt út fyrir steina sem var búið að mála þannig að þeir líktust kopar.

Það var tyrkneska fyrirtækið Bietsan Bakir sem seldi koparinn.

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins en talið er að um vel skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða.

Talið er að kopar hafi í raun verið settur í gámana sem voru í fyrstu sendingunni og síðan skoðuðu fulltrúar öryggisfyrirtækis innihald þeirra og innsigluðu. Þessi innsigli voru síðan rofin og skipt um innihald í gámunum og fölsuð innsigli sett á í staðinn. Þegar skipin voru komin á haf út greiddi Mercuria 36 milljónir dollara, sem svarar til um 4,6 milljarða íslenskra króna í fimm greiðslum.

Ekki komst upp um svikin fyrr en fyrstu skipin komu til hafnar í Lianyungang nokkrum vikum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“