fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Liverpool í stuði í kvöld og er komið áfram – Messi klúðraði víti þegar Börsungar luku keppni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 21:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærand 2-0 sigur á Red Bull Leipzig í kvöld. Liverpool hafði unnið fyrri leikinn með sama mun og fer því áfram samanlagt 4-0.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Liverpool fékk góð færi til þess að skora en tókst ekki að nýta færin. Í síðari hálfleik voru það Mo Salah og Sadio Mane sem skoruðu mörkin.

Salah tók færi sitt einkar vel á 71 mínútu leiksins og Mane var á ferðinni fjórum mínútum síðar. Liverpool sýndi góða takta í leiknum, eitthvað sem hefur vantað síðustu vikur í deildinni heima fyrir.

PSG er svo komið áfram eftir 1-1 jafntefli við Barcelona í kvöld. Fyrri leikurinn fór fram í Barcelona þar sem PSG vann 4-1 sannfærandi sigur.

Kylian Mbappe kom PSG yfir á 30 mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Lionel Messi með frábæru marki. Messi misnotaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma síðari hálfleiks og þar við sat. Liverpool og PSG eru komin í pottinn í átta liða úrslitum ásamt Porto og Borussia Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina