fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Klopp hafði öskrað á Salah sem hlustaði ekki – Umboðsmaður Salah blandar sér í málið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 09:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Anfield. Eina mark leiksins kom á 42. mínútu, það skoraði Mason Mount eftir stoðsendingu frá N’Golo Kanté. 1-0 sigur Chelsea staðreynd og um leið mikilvæg þrjú stig í pokann. Chelsea situr í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.

Englandsmeistarar Liverpool sitja í 7. sæti með 43 stig og ljóst að félagið er í miklum vandræðum. Það vakti mikla athygli í leiknum í gær þegar Jurgen Klopp ákvað eftir klukkutíma leik að taka Mo Salah af velli.

Liverpool vantaði mark og enginn líklegri í liði Liverpool til þess að skora en Salah. Matt Critchley fjölmiðlamaður á Bretlandi var á vellinum og útskýrir hvers vegna Klopp ákvað að taka Salah af velli.

„Salah var mjög ósáttur þegar hann var tekinn af velli, hann hristi höfuðið þegar hann gekk á bekkinn. Fimm mínútum áður hafði Klopp öskrað á Salah að hlaupa til baka og hjálpa í varnarleiknum. Salah skokkaði bara og hlustaði ekki. Klopp snéri sér að aðstoðarmanni sínum og þeir ræddu að taka hann af velli,“ sagði Critchley.

Salah hefur verið orðaður við önnur lið og hefur hann talað fallega um Real Madrid. Umboðsmaðurinn hans blandaði sér í málið í gær þegar Salah var tekinn af velli, færslan hefur vakið athhygli og reiði á meðal stuðningsmanna Liverpool. Ramy Abbas Issa umboðsmaður Salah setti þá inn einn punkt nánast á sömu sekúndu og Salah gekk af velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“