fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

„Dr. Dauði“ ákærður fyrir fimm morð – Starfaði ekki eins og flestir læknar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 23:00

Skjáskot úr myndbandi Newsweak - Dr. Blatti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski læknirinn George Blatti, sem fengið hefur viðurnefnið Dr. Dauði (e. Dr. Death) hefur verið ákærður fyrir að verða fimm manns að bana, með því að skrifa upp á „risastóra skammta“ af verkjalyfjum, handa skjólstæðingum sem glímdu við mikla fíkn. New York Post greinir frá þessu.

Hinn 75 ára gamli Dr. George Blatti hefur verið ákærður fyrir að verða fimm manns að bana og koma ellefu manns í alvarlega lífshættu í New York-fylki. Hann gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.

„Lyfjaseðlar læknisins voru jafn banvænir og hvert morðvopn,“ sagði héraðssaksóknarinn Madeline Singas um málið, sem fullyrti einnig að Blatti hefði borið gríðarlega óvirðingu og sýnt algjört afskiptaleysi gagnvart lífi fólks, starfi sínu, skildum sínum, lögunum og óskum skjólstæðinga sinna. „Hann er raðmorðingi í okkar augum.“

Sjúklingarnir fimm sem sagðir eru hafa látist af völdum lyfseðla Blatti voru 31, 44, 50, 53 og 55 ára. Þau létust á árunum 2016, 2017 og 2018.

Fram kemur að eitt meintra fórnarlamba fékk skrifað upp á nífaldan hámarks dagskammt af ópíóða-verkjalyfjum. Í mörgum tilfellum er hann sagður hafa skrifað upp á risastóra skammta sem þessa, þrátt fyrir að það væri augljóslega ekki rétta lausnin, auk þess sem ættingjar og vinir skjólstæðinga hefðu margbeðið hann um að hætta því.

George Blatti á ekki að hafa starfað líkt og hefðbundnir læknar, heldur hafi hann verið með skrifstofu dulbúna sem litla raftækjavöruverslun. Þó svo að sjálf verslunin hafi ekki verið starfrækt var Blatti á bak við luktar dyr að skrifa upp á lyfseðla fyrir sjúklinga sína.

Þegar ákæran var lesin fyrir Blatti í dómsal, var hann spurður hvort hann játaði eða neitaði sök. Hann sagðist neita sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld