fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Ný mathöll í miðbænum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 09:57

Þarna mun víst verða mathöll til húsa - Mynd/Skjáskot af Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mathallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og svo virðist vera sem æðið sé ennþá í gangi. Fréttablaðið greindi frá því í blaði dagsins að áform séu nú uppi um að breyta Vesturgötu 2 í slíka mathöll.

Í grein Fréttablaðsins segir að Davíð Pitt arkitekt hafi lagt fram fyrirspurn til skipulagsstjóra Reykjavíkur en samkvæmt fyrirspurninni stendur til að koma upp matarmarkaði og veitingaþjónustu í húsnæðinu. Þessi mathöll væri með 10-12 básum í kjallaranum og á fyrstu og annarri hæð í húsinu. S

kipulagsstjóri er búinn að taka málið fyrir og segist ekki ætla að gera neinar athugasemdir við breytinguna. Það virðist því vera sem þriðja mathöllin í miðbænum fái að láta ljós sitt skína á næstunni en nú þegar eru vinsælar mathallir á Hlemm og á Granda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“