fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 07:41

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ólíklegt að heimsfaraldri kórónuveirunnar ljúki á þessu ári. Tekist hefur að stöðva útbreiðslu hans í sumum löndum með sóttvarnaaðgerðum og bólusetningum en það er enn of snemmt að vonast til að búið verði að kveða hann alveg niður fyrir árslok.

Þetta sagði Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar WHO, á fréttamannafundi í gær að sögn The Guardian. Hann sagði að bólusetning viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólk hafi í för með sér að betri stjórn hafi náðst á faraldrinum en að hann muni setja mark sitt á heimsbyggðina á næsta ári. „Það er allt of snemmt og ég tel óraunhæft að vonast til að við höfum sigrað þessa veiru í árslok,“ sagði hann.

Hann sagði að ef bólusetningar fari að hafa áhrif á dánartíðni og innlagnir á sjúkrahús og útbreiðslu veirunnar þá telji hann að heimsbyggðin muni hratt færast í átt að því að hafa fullkomna stjórn á faraldrinum.

Smitum hefur fjölgað á heimsvísu að undanförnu eftir fækkun í tæplega tvo mánuði að sögn The Guardian. WHO skiptir heiminum upp í sex svæði og á þremur þeirra hefur smitum farið fjölgandi að undanförnu, það er í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Suðaustur-asíu og Miðausturlöndum.

„Þetta eru vonbrigði en ekki óvænt,“ sagði Tedros Adhanom, aðalritari WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”