fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn byggingafyrirtækisins VKC ehf., sem eru tveir karlmenn, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdir til að greiða yfirdráttarskuld við Landsbankann upp á tæpar 20 milljónir króna, auk dráttarvaxta yfir nokkurra mánaða tímabil.

VKC var í viðskiptum við Landsbankann og var með veltureikning.  Reikningnum var lokað 31. desember  vegna vanskila. Fjárhæðin var upp á tæpar 20 milljónir króna.

VKC var tekið til gjaldþrotaskipta 20. mars 2019 en Landsbankinn stefndi forsvarsmönnum fyrirtækisins til að greiða yfirdráttinn með dráttarvöxtum. Málið var höfðað 21. maí 2019.

Forsvarsmenn VKC kröfðust frávísunar málsins á grundvelli þess að stefnan væri vanreifuð þar sem Landsbankinn hefði ekki gert grein fyrir hvernig verðmætum sem VKC hafði veðsett hefði verið ráðstafað. Var þar meðal annars um að ræða tvær loftpressur af gerðinni Ingersoll Rand og Atlas Copro, bíla af gerðinni Mercedes Benz, Toyota Land Cruiser, Renault Kangoo; borhamra, Catepillar skurðgröfu og margt fleira.

Dómurinn taldi óumdeilt að mennirnir hefðu gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir yfirdrættinum. Sjálfskuldarábyrgðin væri á engan hátt háð því að bankinn gengi fyrst að veðkröfunum. Bankanum væri í sjálfsvald sett hvernig hann innheimti skuldina, þ.e. hvort hann freistaði þess að leita fullnustu í hinu veðsetta lausafé eða hæfist strax handa um innheimtu á hendur mönnunum.

Voru mennirnir því dæmdir til að greiða yfirdráttarskuldina með vöxtum. Auk þess þurfa þeir að greiða málskostnað upp á 7.00.000 krónur.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“