fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gylfi hefur trú á því að hann og James geti blómstrað saman

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton segir það tóma steypu að hann og James Rodriguez geti ekki spilað saman, Gylfi hefur blómstrað í stöðunni fyrir aftan framherja á þessu tímabili. Sú staða er einnig í uppáhaldi hjá James.

Gylfi Þór hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili þegar hann hefur fengið traustið frá Carlo Ancelotti.

„Ég tel okkur geta spilað saman, ég er öruggur á því að þjálfarinn sé á sömu skoðun,“ sagði Gylfi sem hefur oftar en ekki verið á bekknum þegar James spilar fyrir aftan framherjann.

„Við getum ekki spilað í sömu stöðunni, við verðum að vinna í kringum þá hluti.“

„Hann er frábær á boltann, tæknilega mjög góður og hann sér sendingar sem enginn annar sér. Hann er með auga fyrir marki, við erum báðir leikmenn með lítinn hraða. Úti á kanti áttu frekar von á leikmanni eins og Alex Iwobi eða Richarlison sem hafa hraða sinn og kraft.“

„Við vorum saman sem fremstu menn gegn Wolves, það var öðruvísi fyrir okkur en við unnum leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina