fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Óvænt skref Heiðars í gær til umræðu – „Flottur staður til að byrja á“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 16:00

Heiðar Helguson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands er genginn til liðs við Kórdrengi sem leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Heiðar verður hluti af þjálfarateymi liðsins.

Heiðar kemur með mikla reynslu í lið Kórdrengja, hann á að baki 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 28 mörk og gaf 9 stoðsendingar. Hann mun án efa geta miðlað sinni reynslu til núverandi leikmanna liðsins.

Rætt var um innkomu Heiðars í Dr. Football hlaðvarpinu í dag. „Þetta er enginn smá reynsla þarna, Heiðar spilaði undir stjórn Ray Lewington, Chris Coleman, Mark Hughes og fleiri,“ sagði Hjörvar Hafliðason um innkomu Heiðars hjá Kórdrengjum.

Kristján Óli Sigurðsson hefur trú á því að Heiðar geri vel í þjálfun. „Þetta verður mjög athyglisvert samstarf, hokinn af reynslu en aldrei þjálfað. Flottur staður til að byrja á.“

Hjörvar myndi setja Heiðar á bekkinn ef Kórdrengjum vantar mörk undir lok leikja í Lengjudeildinni. Heiðar var frábær skallamaður og mögnuð vítaskytta á ferli sínum. „Ég myndi alltaf hafa hann á bekknum ef ég þyrfti eitt úr hornspyrnu á 90 mínútu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina