fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Lögreglan setti allt á fullt þegar hún fann 19 ára pilt bundinn úti i skógi – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:13

Brandon Soules. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. febrúar fannst Brandon Soules, 19 ára, bundinn úti skógi, nærri vatnsturninum í smábænum Coolidge í Arizona. Hafði tusku verið troðið í munn hans og hendurnar voru bundnar fyrir aftan bak. Hann sagði lögreglunni að tveir grímuklæddir menn hefðu rænt honum og rotað. Þeir hafi síðan ekið með hann til Coolidge þar sem þeir skildu hann eftir við vatnsturninn.

Hann sagði að mennirnir hafi viljað komast yfir peninga sem faðir hans átti að sögn að hafa falið víða um bæinn.

Lögreglan hóf strax umfangsmikla leit að mannræningjunum og öllu sem hægt var var tjaldað til við rannsókn málsins.  En þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu tókst lögreglunni ekki að finna eina einustu sönnun þess að Brandon hefði verið rænt.

Þegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum, á þeim stað þar sem Brandon sagðist hafa verið rænt, voru skoðaðar sást hann ekki né meintir mannræningjar.

Rannsóknin endaði með að þann 17. janúar var Brandon handtekinn, grunaður um að hafa skýrt rangt frá. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa logið til um mannránið til að þurfa ekki að mæta í vinnuna á dekkjaverkstæðinu sem hann starfar á. Hann sagði jafnframt að faðir hans hefði ekki falið peninga víðs vegar um bæinn.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þegar upp komst um málið var Brandon rekinn úr vinnunni. Hann á ákæru og refsingu yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Í gær

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans