fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:05

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, smitsjúkdómasérfræðingur og ráðgjafi Joe Biden, forseta, í málefnum tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar, sagði í gærkvöldi að Bandaríkjamenn þurfi hugsanlega að halda áfram að nota andlitsgrímur á næsta ári til að vernda sig og aðra fyrir kórónuveirunni. Þetta þurfi hugsanlega að gera jafnvel þótt ástandið komist nærri því að verða „eðlilegt“ fyrir lok þessa árs.

Hann var spurður út í þetta í þættinum „State of the Union“ á CNN í gærkvöldi. Nú er um eitt ár síðan heimsfaraldurinn skall á Bandaríkjunum og nú hafa um 500.000 Bandaríkjamenn látist af völdum COVID-19.

Fauci sagði jafnframt að hann gæti ekki spáð fyrir um hvenær reikna megi með að lífið verði komið í sama farveg og fyrir faraldurinn en sagðist telja að fyrir árslok verði ástandið komið nær því sem áður var. „Þegar kemur að hausti og vetri, fyrir árslok. Ég er algjörlega sammála Joe Biden um að þá nálgumst við eðlilegt ástand,“ sagði hann.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að notkun andlitsgríma skipti sköpum hvað varðar að vernda fólk fyrir smiti. Stjórn Biden hefur lagt mikla áherslu á að fá fólk til að nota andlitsgrímur en óhætt er að segja að stjórn Donald Trump hafi ekki lagt mikla áherslu á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks