fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

NASA segir að geimverur geti verið á meðal okkar án þess að við höfum hugmynd um það

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 23:00

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að lífi utan jarðarinnar færist sífellt í aukana og margir sérfræðingar telja að ekki sé langt í að við fáum staðfest að líf þrífist á öðrum plánetum. Annað væri að margra mati ólíklegt þar sem alheimurinn er svo stór og stjörnur og plánetur svo margar að það hljóti bara að hafa myndast líf á fleiri stöðum en hér á jörðinni. En hvernig líta geimverur út? Að hverju erum við að leita þegar við leitum að vitsmunalífi?

Mörgum detta eflaust litlir grænir menn í hug en flest gerum við okkur eflaust þær hugmyndir að geimverur líkist okkur á einn eða annan hátt. En er það örugglega svo ef þær eru til? Við þurfum ekki að leita langt til að sjá lífsform sem líkjast okkur mönnunum ekki neitt, má þar nefna skordýr og hvað með margar dýrategundir sem búa í sjónum?

Spurningin er því af hverju geimverur (vitsmunaverur) ættu endilega að líkjast okkur mönnunum? Eða hvort við munum geta borið kennsl á þær. Hvernig getum við vitað hvort þær séu ekki bara búnar að koma sér fyrir nú þegar hér á jörðinni eða sveimi yfir höfðum okkar og fylgist með öllu sem við gerum? Big Think skýrir frá þessu.

Penelope Boston, forstjóri geimlíffræðideilar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, flutti nýlega fyrirlestur á ráðstefnu á vegum NASA þar sem hún ræddi um þetta. Hún sagði að við getum ekki vænst þess að lífsform utan jarðarinnar séu eins og þau eru hér. Þessu til stuðnings sýndi hún ljósmyndir af undarlegum lífverum sem hafa fundist í hellum.

Hún sagði þetta vera eina stærstu áskorun geimlíffræði, að geta borið kennsl á lífsform þegar við finnum þau. Hún sagði að við höfum ekki erfðafræðilega þekkingu þegar kemur að því að bera kennsl á óþekkt lífsform og að hennar tilfinning sé að lífsform utan jarðarinnar geti verið skrýtin og í örveruformi. Af þessum sökum munum við að hennar mati ekki hafa hugmynd um hvað það er sem við finnum.

Hún lauk máli sínu á að segja að við þurfum að koma okkur upp tækni til að bera kennsl á framandi lífsform þegar við hittum á þau og að það þurfum við að gera áður en við hittum geimverur, það er að segja ef við höfum ekki bara nú þegar hitt þær. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks