fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Franklín segir fólki að ráðast á kommentakerfin – „Hýenurnar eru mættar“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 20:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum forsetaframbjóðandi, tilkynnti í gær að flokkur hans, Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn, ætlaði að bjóða sig fram til Alþingis í ár. Viðbrögð fólks við framboðinu voru mismunandi en undir grein DV um framboðið skrifaði fjöldinn af fólki ummæli.

Guðmundur virðist ekki hafa verið sáttur með öll ummælin og birti færslu á opna Facebook-hópnum Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn þar sem hann deilir frétt DV með yfirskriftinni:

„Endilega skrifa komment inn á DV undir færslunni, hýenurnar eru mættar í niðurrifið,“ en hýenurnar í þessu samhengi eru líklegast fólkið sem talar illa um flokkinn í kommentakerfinu. Meðal annars skrifar Bubbi Morthens undir greinina þar sem hann segir flokkinn vera varasaman.

Stundin birti viðtal við Guðmund fyrr í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í stefnumál og framboðslista flokksins en hann hefur birt hvorugt.

„Það kemur ekki til greina að birta listann núna. Það er fullt af fólki á honum og það er svo hrætt við fjölmiðla og fjölmiðlar rífa fólk niður og fara að rannsaka hvað það hefur gert,“ og bætir við að hann vilji ekki birta stefnumál flokksins vegna ótta um að aðrir flokkar steli þeim. Því ætli flokkurinn að vera sá seinasti til að birta þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum