fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ný meðferðarúrræði við COVID-19 draga úr dánartíðninni en kúrvan er að fletjast út

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 06:57

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar leiðir við meðferð COVID-19-sjúklinga hafa á heimsvísu dregið úr hversu margir þeirra, sem eru lagðir inn á gjörgæslu, látast af völdum sjúkdómsins ef miðað er við upphaf faraldursins. En nú virðist sem þessi þróun sé að staðna.

Þetta kemur fram í greiningu á fjölda rannsókna en greiningin var birt á þriðjudaginn. Fram kemur að seinnipart mars á síðasta ári hafi um 60% COVID-19-sjúklinga á gjörgæsludeildum látist. Í lok maí var hlutfallið komið í 42% og í lok október var það komið í 36%. Það virðist því sem að þessi lækkandi dánartíðni sé nú að „fletjast út“ og staðna að mati vísindamannanna sem fóru í gegnum 52 rannsóknir þar sem 43.128 sjúklingar komu við sögu. Rannsóknirnar voru gerðar í Evrópu, Norður-Ameríku, Kína, Miðausturlöndum, Suður-Asíu og Ástralíu.

Nú veit heilbrigðisstarfsfólk betur hvað virkar og hvað virkar ekki í meðferð þeirra sem veikastir eru af sjúkdómnum. Fram kemur að sterar eins og dexamethason auki líkurnar töluvert á að sjúklingar, sem þurfa að vera í öndunarvél, lifi af. Einnig hefur meðhöndlun með súrefni og fleiri aðferðum þróast síðan í upphafi faraldursins. Áskoranir framtíðarinnar eru að álag á sjúkrahús getur aukist vegna nýrra afbrigða veirunnar og þau geta einnig stökkbreyst þannig að þau verði banvænni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau