fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Johnson & Johnson sækir um neyðarleyfi fyrir bóluefni sitt – Geta afgreitt lyfið um leið og leyfi fæst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 06:59

Merki Johnson & Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur sótt um neyðarleyfi til bandarískra heilbrigðisyfirvalda fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fyrirtækið skýrði frá þessu í gærkvöldi.

Umsóknin kemur í kjölfar skýrslu frá 29. janúar þar sem kemur fram að bóluefni fyrirtækisins veiti 66% vernd gegn veirunni. Ólíkt þeim bóluefnum sem nú þegar hafa verið tekin í notkun þarf bara einn skammt af bóluefni Johnson & Johnson. Fyrirtækið reiknar með að bandaríska lyfjastofnunin gefi út neyðarleyfi nú í febrúar.

„Þetta er bóluefni sem getur breytt miklu með aðeins einum skammti,“ sagði Paul Stoffells, rannsóknastjóri Johnson & Johnson í síðustu viku að sögn The New York Times. Þar vísaði hann til þess að tvo skammta þarf af bóluefnum Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca.

Bandarísk stjórnvöld hafa samið um kaup á 100 milljónum skammta frá Johnson & Johnson og greiða einn milljarð dollara fyrir. Þau hafa einnig tryggt sér kauprétt að 200 milljónum skammta til viðbótar.

Johnson & Johnson hefur sagt að fyrirtækið geti afgreitt bóluefni um leið og leyfi fæst fyrir notkun þess. Fyrirtækið stefnir á að afhenda ríkjum heims einn milljarð skammta á árinu. Það verður framleitt í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Afríku og Indlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum