fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Nú þarf að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 20:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með klukkan 23.59 í kvöld verður skylda að nota andlitsgrímur í öllum almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru leigubílar, strætisvagnar, flugvélar, bátar og neðanjarðarlestir. Smitsjúkdómastofnunin CDC tilkynnti þetta á föstudaginn.

Í tilkynningu frá henni kemur fram að nota þurfi grímur á meðan beðið er eftir almenningssamgöngufarartækjum, ferðast með þeim og á meðan þau eru yfirgefin. Það verður að nota að minnsta kosti tveggja laga grímu og teljast treflar, hálsklútar og álíka búnaður ekki veita nægilega vörn.

Það má taka grímurnar niður í skamma stund til að borða, drekka eða taka lyf, til að sanna hver maður er ef lögreglan krefst þess, til að eiga samskipti við heyrnarlausa og til að nota súrefnisgrímu.

CDC segist áskilja sér rétt til að framfylgja þessari tilskipun með sektum en hvetur fólk til að sýna samstöðu og fara eftir fyrirmælunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks