fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Mikið að gera hjá Píeta – Mikil fjölgun símtala

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 07:58

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta. Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil þörf fyrir þjónustu Píeta-samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, og er aðsóknin í þjónustuna að aukast verulega að sögn Kristínar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.

Fram kemur að desembermánuður reynist oft mörgum erfiður og að þeim sem leita aðstoðar samtakanna fjölgi á milli ára. i desember 2019 hringdu 194 í hjálparsíma samtakanna en í desember 2020 voru símtölin 537. Þetta er 176% aukning á milli ára. Það á sinn þátt í þessari aukningu að nú er hjálparsíminn opinn allan sólarhringinn.

„Við fögnum því að fólk virðist viljugra að leita sér hjálpar og gera það og sömuleiðis vita fleiri af okkur en það er samt svoleiðis að starfsemi okkar hefur fimmfaldast. Í fyrra voru samtals rúmlega 4.000 viðtalsstundir hjá okkur, þannig að þetta er mjög mikið, og nú í janúar eru viðtöl yfir 500 talsins,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristínu.

Samtökin eru með aðstöðu á Baldursgötu í miðborginni en húsnæðið er orðið allt of lítið vegna aukinna umsvifa að sögn Kristínar. Það sé uppbókað frá morgni til kvölds og búið sé að bæta hluta úr laugardögum við opnunartímann.

Hún lagði áherslu á mikilvægi þeirra skilaboða að sjálfsvíg sé aldrei lausn á neinum vanda, heldur aðeins harmleikur sem skilji eftir sig mörg sár. „Það eru alltaf til lausnir og það er hægt að vinna í öllu. Það á enginn að burðast einn með sálrænan sársauka. Hjá okkur starfar einstakur hópur fólks sem sérhæfir sig í þessum málaflokki,“ hefur Morgunblaðið eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“