fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

2020 var sögulegt ár í raforkumálum Evrópu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta ár var sögulegt í raforkumálum Evrópubúa því þeir fengu meira af rafmagni sínu frá endurnýjanlegum orkugjöfum en frá jarðefnaeldsneyti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þetta hefur gerst samkvæmt skýrslu frá Ember and Agora Energiwende. Í skýrslunni kemur fram að 38% af raforku álfunnar hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum en 37% með jarðefnaeldsneyti.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá 2015 hafi rafmagn framleitt með vind- og sólarorku hafi nær tvöfaldast í Evrópusambandinu. Það hafi á síðasta ári staðið undir fimmtungi raforkuframleiðslu í ESB. Þetta hafi átt sinn þátt í að kolanotkun hafi minnkað um 20% á síðasta ári og aðeins verið 13% af þeirri orku sem var notuð til raforkuframleiðslu.

Dave Jones, hjá Ember er aðalhöfundur skýrslunnar. CNN hefur eftir honum að Evrópa treysti nú á vind- og sólarorku til að binda endi á kolanotkun árið 2030 og til að binda endi á gasnotkun og til að koma í stað kjarnorkuvera sem á að loka.

Sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar drógu úr eftirspurn eftir rafmagni um allan heim. Í Evrópu dróst eftirspurnin saman um 4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað