fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 17:00

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er bóluefnum gegn kórónuveirunni dælt út víða um heim eða jafn hratt og þau eru framleidd. Fyrir suma gengur þetta ekki nægilega hratt og því hefur myndast „svartur markaður“ fyrir þessi bóluefni, sérstaklega á djúpnetinu svokallaða.

Það fór að bera á viðskiptum með bóluefni gegn kórónuveirunni í desember en að sögn tölvufyrirtækisins Check Point hefur ekki dregið úr þeim á síðustu vikum, þvert á móti. Í nýrri skýrslu frá fyrirtækinu kemur fram að ýmislegt bendi til að eftirspurnin hafi aukist mikið. Auglýsingum, þar sem bóluefni eru auglýst til sölu, hefur fjölgað um 400% og um leið hefur verðið hækkað mikið eða úr 250 dollurum á skammt í 500.

Niels Zimmer Poulsen, hjá Check Point, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að þrátt fyrir að varað hafi verið við kaupum á bóluefni á djúpnetinu virðist sem áhuginn á slíkum viðskiptum fari vaxandi, margir virðist reiðubúnir til viðskipta við glæpamenn.

Í tengslum við rannsóknina reyndi fyrirtækið að eiga viðskipti út frá auglýsingum á djúpnetinu en eins og vænst var bar það ekki árangur því meirihlutinn af auglýsingunum er falskur. Bendir fyrirtækið á að líklega sé meirihluti þeirra bóluefna, sem boðin eru til sölu, ekki til. Ef fólk fái aftur á móti sendingu með einhverju sem líkist bóluefni gegn veirunni séu miklar líkur á að um falskt efni sé að ræða sem geti í versta falli verið stórhættulegt fyrir fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð