fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 17:01

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða ársfjórðungi 2020 bættust 8,5 milljónir áskrifenda við hjá efnisveitunni Netflix. Það voru þáttaraðir á borð við Bridgerton og The Queens Gambit sem löðuðu fólk að skjánum og til að fá sér áskrift. Einnig er talið að það hafi ýtt undir þessa þróun að kvikmyndahús eru víðast hvar lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að lítið er um að nýjar kvikmyndir séu gerðar, sömuleiðis vegna heimsfaraldursins.

Í heildina eru áskrifendur Netflix 204 milljónir um allan heim. „Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum sérstöku tímum höfum við geta veitt viðskiptavinum okkar um allan heim gleði en um leið höldum við áfram að styrkja fyrirtækið okkar,“ segir í tilkynningu frá Netflix til fjárfesta sem hafa sett fé í fyrirtækið.

Fyrirtækið fékk 37 milljónir nýrra viðskiptavina á síðasta ári. Meirihluti þeirra bættist í hópinn í vor þegar heimsfaraldurinn skall á. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs bættust 15,7 milljónir við áskrifendahópinn. Fyrirtækið hefur aldrei fengið jafn marga nýja áskrifendur á einu ári síðan það var stofnað 2007.

Velta fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2020 var 6,64 milljarðar dollara sem er milljarði meira en á þriðja ársfjórðungi. Í heildina var velta fyrirtækisins á síðasta ári 25 milljarðar dollara sem er fimm milljörðum meira en 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni – Myndband

Fékk áfall þegar hún sá hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín

Alaskabúi fékk ótrúlega gjöf frá Pútín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum