fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 17:01

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða ársfjórðungi 2020 bættust 8,5 milljónir áskrifenda við hjá efnisveitunni Netflix. Það voru þáttaraðir á borð við Bridgerton og The Queens Gambit sem löðuðu fólk að skjánum og til að fá sér áskrift. Einnig er talið að það hafi ýtt undir þessa þróun að kvikmyndahús eru víðast hvar lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að lítið er um að nýjar kvikmyndir séu gerðar, sömuleiðis vegna heimsfaraldursins.

Í heildina eru áskrifendur Netflix 204 milljónir um allan heim. „Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum sérstöku tímum höfum við geta veitt viðskiptavinum okkar um allan heim gleði en um leið höldum við áfram að styrkja fyrirtækið okkar,“ segir í tilkynningu frá Netflix til fjárfesta sem hafa sett fé í fyrirtækið.

Fyrirtækið fékk 37 milljónir nýrra viðskiptavina á síðasta ári. Meirihluti þeirra bættist í hópinn í vor þegar heimsfaraldurinn skall á. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs bættust 15,7 milljónir við áskrifendahópinn. Fyrirtækið hefur aldrei fengið jafn marga nýja áskrifendur á einu ári síðan það var stofnað 2007.

Velta fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2020 var 6,64 milljarðar dollara sem er milljarði meira en á þriðja ársfjórðungi. Í heildina var velta fyrirtækisins á síðasta ári 25 milljarðar dollara sem er fimm milljörðum meira en 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu