fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 18:02

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þung orð hafa verið látin falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs Ágústssonar af framboðslista Samfylkingarinnar en hann var oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu kosningar. Ágúst hefur látið mikið að sér kveða á Alþingi en uppstillingarnefnd Samfylkingarnnar sem raðar á framboðslista taldi hann ekki eiga að vera ofarlega á listanum fyrir þessar kosningar og byggði á skoðanakönnun meðal flokksmanna.

Ágúst Ólafur var harðlega gagnrýndur fyrir framferði sitt gegn Báru Huldu Beck, blaðamanni Kjarnans, á ritstjórnarskrifstofu blaðsins sumarið 2018. Hann viðurkenndi brot sitt í yfirlýsingu síðla árs 2018 og steig tímabundið til hliðar af Alþingi. Hann tók sæti sitt að nýju á þingi vorið 2019. Talið er fullvíst að þetta mál hafi valdið ákvörðun uppstillingarnefndar þó að nokkuð sé um liðið frá atvikinu.

Ágúst Ólafur bauð fram þá sáttatillögu að hann tæki annað sæti á listanum en því var hafnað. Virðist þar með útséð um að hann verði þingmaður Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili.

Undir yfirlýsingu Ágústs Ólafs um málið á Facebook í dag tjá sig margir og eru sumir þungorðir. Valdimar Leó Friðriksson, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður flokksins,  segir: „Kvennaremba er að skaða Samfylkinguna.“

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður flokksins og nokkurra annarra flokka, segir að ljótustu átökin í pólitík séu innanflokksátökin:

„Þetta er afleitt og verður mikil eftirsjá af þér á þingi. Mjög slæmt ef þingmenn sem standa sig vel, tala af yfirvegun og búa yfir þekkingu og reynslu, eins og þú, og hafa líka þrek til að iðrast, uppskera ekki. Vont ef flokkar kunna ekki gott að meta. Kemur samt kannski ekki á óvart. Mér finnst það alltaf verða skýrara og skýrara að andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi eiga sér stað innan flokka. Veit ekki hvort þetta er dæmi um það, en það lyktar af því. Kaus þig síðast.“

Sá yðar sem syndlaus er…

Jónína Rós Guðmundsdóttir segir að fólk eigi að fá annað tækifæri í lífinu:

„Pólitíkin er vanþakklátt starf og það sannast enn einu sinni hér. Mér finnst ekki gott að jafnaðarmenn ætli ekki að gefa fólki tækifæri þó því hafi orðið á en síðan bætt sig. Það fer fyrir mitt jafnaðarmannahjarta og minnir mig á setningu sem mesti jafnaðarmaður allra tíma (að mínu mati) sagði eitt sinn: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini. Þú hefur unnið vel í mörgum málaflokkum og það verður mikil eftisjá að þér. Vona að þú finnir þér nýjan og spennandi vettvang Ágúst -gangi þér allt að sólu.“

Páll Valur Björnsson, varaþingmaður flokksins, sem sækist eftir sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu kosningar, segir:

„Ég verð hreinlega að segja kæri Ágúst að ég er gjörsamlega miður mín yfir þessum fréttum. Mér er það algerlega óskiljanlegt að þú hafir ekki þótt sjálfsagður í fyrsta sæti í Reykjavík-suður í komandi kosningum í ljósi frábærrar frammistöðu þinnar sem þingmanns. Þetta er sorgardagur í sögu okkar ágæta flokks en hafðu mikla þökk fyrir þína vinnu í þágu Samfylkingarinnar og þjóðarinnar. Gangi þér allt að sólu í framtíðinni minn kæri.“

https://www.facebook.com/agust.o.agustsson.3/posts/10159164019628035

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum