fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Indverjar ætla að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 06:55

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn ýtti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, bólusetningaraðgerð landsins gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, úr vör. Þetta er ein stærsta bólusetningaráætlun heims enda landið eitt það fjölmennasta í heimi. Markmiðið er að ná að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí. Modi ætlar ekki að láta bólusetja sig strax því mikilvægara er að ljúka bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna fyrst að hans mati.

Í fyrstu verður notast við tvö indversk bóluefni sem yfirvöld hafa heimilað notkun á, það á þó enn eftir að gera klínískar tilraunir með annað þeirra. 1,3 milljarðar manna búa í landinu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri kórónuveirusmit greinst en á Indlandi.

Yfirvöld segjast ætla að notfæra sér reynslu sína frá kosningum og bólusetningum á börnum til að takast á við þetta gríðarstóra verkefni í þessu fátæka landi þar sem innviðir eru veikburða og heilbrigðiskerfið hefur úr litlu fjármagni að moða, raunar er það meðal þeirra heilbrigðiskerfa í heiminum sem fá minnst fé.

Satyajit Rath, hjá ónæmisstofnun landsins, segir að reglulega bólusetningar á börnum séu „mun minna verkefni“ en bólusetning gegn kórónuveirunni og að það verði „mjög erfitt“ verkefni. Ríkisstjórnin hefur látið útbúa tugir þúsunda kælibíla til að flytja bóluefnin og um 150.000 sérhæfðir starfsmenn eiga að vinna við bólusetningu og annað henni tengt. Mikil öryggisgæsla verður í kringum bóluefnin til að koma í veg fyrir að þeim verði stolið og seld á ábatasömum svarta markaði landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“