fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Konan er látin eftir slysið í Skötufirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung pólsk kona, að nafni Kamila Majewska, er látin eftir slys í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gærkvöld. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Fjölskyldan í bílnum var hjón með ungt barn. Eiginmaðurinn og barnið njóta læknisaðstoðar á sjúkrastofnunum í Reykjavík en ekki eru gefnar upplýsingar um líðan þeirra.

Sjá einnig: Bíll með þrjá innanborðs í sjóinn í Ísafjarðardjúpi

„Seint í gærkveldi lést konan, á gjörgæsludeild Landspítalans. Nafn hennar er Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Eiginmaður hennar og ungt barn njóta læknisaðstoðar í Reykjavík og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í gær fór stór hluti viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu þeirra að lífsbjargandi aðgerðum. Á annan tug þeirra hafa dvalið, síðan í gær, í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði. Vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að aflétta sóttkvínni,“ segir enn fremur í tilkynningu lögreglunnar en hana má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2201995679935117&id=804745209660178

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar