Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Bíll með þrjá innanborðs í sjóinn í Ísafjarðardjúpi – „Þetta er mjög alvarlegt slys“ – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. janúar 2021 11:04

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV bárust fyrir skammri stundu vísbendingar um slys í Ísafjarðardjúpi, nánar tiltekið í Skötufirði. Ekki hefur náðst samband við upplýsingarfulltrúa Almannavarna né Landsbjargar vegna málsins en stutt frétt birtist á vef RÚV um málið laust fyrir klukkan ellefu.

Kemur þar fram að bíll fór í sjóinn í Skötufirði. Tvær björgunarþyrlur og fjölmennt björgunarlið eru á leiðinni á staðinn. Einnig sjúkrabílar og slökkviliðsbílar.

DV náði sambandi við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, sem staðfesti að tvær björgunarþyrlur gæslunnar hefðu verið sendar á vettvang. Hann hafði ekki upplýsingar um hvernig bíllinn hefði farið í sjóinn né hver margir hefðu verið í honum. „Eina sem ég get sagt þér er okkar aðkoma.  Það hafa verið kallaðar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sú fyrri lagði af stað 20 mínútur fyrir 11. Um borð í henni voru auk hefðbundinnar áhafnar þrír kafarar. En í hvorri þyrlu eru venjuleg áhöfn sem felur í sér að það er læknir í hvorri þyrlu.“

Uppfært kl. 11:40: Fjölskylda lenti í sjónum – vegfarendur unnu þrekvirki á staðnum

„Að sögn Rögnvalds Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, var um að ræða fólksbíl með þriggja manna fjölskyldu innanborð.

„Þetta er alvarlegt, bíll fór út af veginum og út í sjó. Vegarendur sem komu að þessu gátu hálpað fólkinu að komast úr bílnum og gátu veitt fyrstu hjálp. Þeir unnu þrekvirki á staðnum í klukkutíma áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang.“

Aðspurður hvort fólkið væri á lífi gat Rögnvaldur aðeins svarað þessu: „Þetta er mjög alvarlegt slys.“

Uppfært kl. 13: Fólkið flutt með þyrlu til Reykjavíkur

Ekki hefur náðst samband við lögregluna á Vestfjörðum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið flutt í þyrlu sem lendi í Reykjavík um kl. 13:30. Hann hefur ekki upplýsingar um ástand fólksins og getur ekki staðfest að allir séu á lífi.

Uppfært kl. 13:40

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fólkið við Borgarspítalann um hálftvö-leytið. Ekki hafa verið veittar upplýsingar um ástand þess.

Uppfært kl. 14:00 – Ekki hægt að greina frá líðan fólksins

Að sögn RÚV hefur ættingjum fólksins verið gert viðvart um slysið. Hins vegar er ekki hægt að greina frá ástandi fólksins að svo stöddu.

Uppfært kl. 15

Rögnvaldur Ólafsson staðfestir að einn hafi verið lagður á bráðamóttökuna í Fossvogi og tveir á Landspítalann við Hringbraut. Fólkið er á lífi en að öðru leyti liggja ekki fyrir upplýsingar um líðan þess. Ekki hefur náðst samband við Lögregluna á Vestfjörðum en hún uppfærði tilkynningu sína síðast laust fyrir kl. 13:

„Öll þau sem voru í bílnum, sem fór útaf Djúpvegi í Skötufirði og hafnaði í sjónum í morgun, eru komnir  um borð í þyrlur Landhelgisgæslunnar. Verða þau flutt á sjúkrahús í Reykjavík.

Lögreglan hefur þegar tilkynnt aðstandendum um slysið. Ekki er unnt að greina frá líðan fólksins að svo stöddu. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi.“

Uppfært kl. 17:30

Þriggja manna pólsk fjölskylda var um borð í bílmum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun. Þetta kemur fram í frétt mbl.is. Eins og áður kom fram var einn fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi og tveir á Landspítalann við Hringbraut. Ástand eins mun vera mun betra en hinna tveggja. Aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um ástand fólksins né tildrög slyssins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“