fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg greindist með brjóstakrabbamein 46 ára – „Ef ég hefði ekki sinnt þessu boði um að mæta í skimun þá væri ég sennilega ekki hér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 10:50

Mynd: Facebook og samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 30.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að falla frá breytingu á aldursmörkum kvenna sem boðaðar eru í skimun fyrir brjótakrabbameini. Um áramótin hækkuðu aldursmörkin úr 40 ára í 50 ára.

Í texta sem fylgir áskoruninni segir:

„Nýjar reglur kveða á um breyttan aldur kvenna í brjóstamyndatökur. Við biðjum því heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra um að endurskoða þessar nýju reglur þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig breyttu þeir boðunum í leghálsskimanir á þann veginn að konur verða boðaðar á fimm ára fresti frekar en þriggja ára áður. Þetta viljum við að verði endurskoðað.“

Greindist 46 ára

Meðal þeirra kvenna sem stigið hafa fram og tjáð sig um þessi áform stjórnvalda er Ingibjörg Sigurðardóttir, 51 árs Hafnfirðingur:

„Mitt krabbamein fannst í reglubundnu eftirliti í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ég var þá 46 ára. Ef ég hefði ekki sinnt þessu boði um að mæta í skimun þá væri ég sennilega ekki hér. Þetta vegna eru þetta mjög sjokkerandi fréttir fyrir mig. Ég vona að þetta verði endurskoðað, því þetta má ekki gerast,“ segir Ingibjörg.

Þess má geta að undirskriftum fjölgar stöðugt og átak hefur verið í gangi fyrir málstaðinn meðal kvenna á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“