fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Trump samþykkir aukna öryggisgæslu í Washington D.C. vegna forsetaskiptanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:00

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, samþykkti í gær að gripið verði til sérstakra öryggisráðstafana í Washington D.C. vegna forsetaskiptanna í næstu viku. Nú geta borgaryfirvöld og alríkisyfirvöld starfað saman við skipulagningu og framkvæmd öryggismála í borginni. Heimildin gildir frá í gær og til og með 24. janúar.

Ástæðan fyrir þessu er að alríkislögreglan FBI telur hættu á að vopnaðir hópar muni mæta til að mótmæla embættistöku Joe Biden. Raunar telur FBI hættu á að slíkir hópar muni láta að sér kveða um allt land.

Í Washington D.C. verður áhersla lögð á að koma í veg fyrir að atburðir, eins og áttu sér stað í síðustu viku þegar múgur réðst inn í þinghúsið, endurtaki sig. FBI telur hættu á að vopnaðir hópar kunni að hafa í hyggju að láta að sér kveða næstu daga og þann 20. janúar þegar Biden verður settur í embætti.

ABC News segir að samkvæmt minnisblaði frá FBI þá sé fylgst náið með vopnuðum hópum sem hafi í hyggju að halda til höfuðborgarinnar á laugardaginn. Hóparnir hafa varað við „stórri uppreisn“ ef reynt verði að koma Donald Trump úr Hvíta húsinu. Hóparnir hafa einnig hvatt til þess að ráðist verði á þinghús allra 50 ríkja Bandaríkjanna þann 20. janúar.

Það er heimavarnarráðuneytið sem ber ábyrgð á öryggismálum í tengslum við embættistöku Biden. Chad Wolf, starfandi heimavarnarráðherra, tilkynnti í gær að hann láti af embætti. CNBC segir að í kjölfar árásarinnar á þinghúsið hafi Wolf lýst yfir vanþóknun sinni á þeim og sagt þetta vera „hörmulega og fráhrindandi“ atburði.

Í gær var tilkynnt að 15.000 þjóðvarðliðar verði sendir til Washington D.C. til öryggisgæslu í tengslum við embættistöku Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin