fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Bjartur gagnrýnir viðbrögð íslenskra ráðherra við óeirðunum- „Mér finnst þetta bara svo mikil sýndarmennska“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum íslenskra ráðherra á Twitter.“

Þetta skrifar Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Twitter-síðu sinni í dag. Viðbrögðin sem Bjartur á við eru viðbrögðin vegna óeirðanna sem fóru fram í höfuðborg Bandaríkjanna í gær. „ Nú gagnrýna þeir Trump og innrásina í þinghúsið. „Árás á lýðræðið“ segja þeir. Þessir sömu ráðherrar voru hljóðir á Twitter þegar bandarísk stjórnvöld beittu BLM-mótmælendur grimmdarfullu ofbeldi í sumar,“ skrifar Bjartur.

Bjartur segir síðan að sér finnist merkilegt hvernig orðin „árás á lýðræðið“ séu ekki alltaf notuð, eins og þau eigi ekki alltaf við. „Þegar BNA framkvæmir valdarán eða styður við valdræningja í öðrum ríkjum þá skrifa íslenskir ráðherrar ekki Twitter-færslur um „árás á lýðræðið.“,“ skrifar Bjartur í athugasemd við eigin færslu á Twitter.

Eins og sjá má hér fyrir neðan notaði Katrín Jakobsdóttir til að mynda orðin „árás á lýðræðið“ í sinni færslu um óeirðirnar í Bandaríkjunum.

„Mér finnst þetta bara svo mikil sýndarmennska,“ skrifar Bjartur síðan. „Núna, loksins, þegar Trump er búinn að mála sig algjörlega út í horn og á leið út út Hvíta húsinu – þá er óhætt að gagnrýna hann.“

Daníel nokkur tekur undir orð Bjarts í athugasemdum við færsluna. „Nákvæmlega. Auðvelt að tísta og hneykslast yfir þessu akkurat á þessum tímapunkti án þess að fá ekkert annað en jákvæð viðbrögð,“ skrifar Daníel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum