fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg – „Ég tek ekki þátt í þessu. Nú er nóg komið“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 05:31

Lindsey Graham er harður stuðningsmaður Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í nótt niðurstöður forsetakosninganna í Arizona eftir að þingfundur hófst á nýjan leik. Gera varð hlé á þingfundi í gær þegar stuðningsmenn Donald Trump, forseta, gerðu áhlaup á þinghúsið og ruddust inn í það. Í atkvæðagreiðslunni um niðurstöðurnar í Arizona kom í ljós að meira að segja hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg.

93 þingmenn greiddu atkvæði með því að niðurstöðurnar í Arizona yrðu staðfestar en 6 voru á móti, allt Repúblikanar. Reiknað hafði verið með að 14 Repúblikanar myndu greiða atkvæði á móti staðfestingunni en svo virðist sem óeirðirnar hafi orðið til þess að þeir skiptu um skoðun.

Einn þeirra sem skipti um skoðun er Lindsey Graham sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Donald Trump. „Ég tek ekki þátt í þessu. Nú er nóg komið. Joe Biden og Kamala Harris eru löglega kjörin,“ sagði hann að sögn NBC News.

Hefðin er sú að staðfesting þingsins á niðurstöðum kjörmannaráðsins er formsatriði eitt en að þessu sinni hafði hópur Repúblikana, undir forystu Ted Cruz, tilkynnti að hann myndi ekki samþykkja úrslitin. Það er þó ljóst að það kvarnaðist mikið úr þessum hópi eftir atburði gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir